131. löggjafarþing — 47. fundur,  2. des. 2004.

Rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum.

374. mál
[18:31]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þá sem hafa nú þegar gefið sig fram og óskað eftir rannsóknarleyfum hef ég lagt þann skilning í málið að þeir séu ekkert útilokaðir, að rannsóknarleyfi þeirra séu virk vegna þess að það verður ekki allt auglýst. Það er heimild til að auglýsa, t.d. er reiknað með því að það sem varðar þjóðlendur og ríkiseign sé auglýst, eins getur það verið auglýst ef fasteignareigandi eða landeigandi ætlar sér ekki að nýta auðlindina.

En eins og ég segi, við erum komin dálítið út í smáatriði núna. Þetta eru atriði sem verður að sjálfsögðu fjallað um í nefndinni, en skilningur minn hefur verið sá að umsóknir þeirra aðila sem þegar hafa sótt um séu virkar.