131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:27]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi þessar vangaveltur hv. þingmanns, sem eru eðlilegar, vil ég bara endurtaka það sem ég sagði áðan. Við höfum gert ráð fyrir því að fá nýja þjóðhagsspá frá fjármálaráðuneytinu í janúarmánuði, eins og fram hefur komið. Ég svara því sem fyrr, að við munum að sjálfsögðu fara yfir þá spá þegar hún kemur fram. Við fjöllum um hana á þeim tíma en menn hljóta að fara yfir þessa nýju spá Seðlabankans í því samhengi og fara yfir málin síðar.

Það má alltaf velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að gera það á þessum tíma. Við erum hins vegar komin að lokum afgreiðslu fjárlaga, eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Sú er staðan en við munum að sjálfsögðu fara yfir málið í byrjun næsta árs þegar ný spá liggur fyrir frá fjármálaráðuneytinu.