131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[18:03]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur ljóst fyrir að Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur haft margvíslegt samstarf við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Ég tel það sjálfsagt og tel enga ástæðu til að breyta því. Það er ljóst að þessi ágæta skrifstofa þarf að eiga viðræður við þessi ráðuneyti um starfsemina. En að halda því fram að með því sé sjálfstæði skrifstofunnar skert, ég veit ekki til þess að neitt hafi komið upp sem þurfi að verða þess valdandi að halda því fram. Að mínu mati er eðlilegt að farið sé yfir þessi mál með reglubundnum hætti. Það kom upp m.a. óvissa um hvar Mannréttindaskrifstofan ætti að starfa og það er eitt af því sem varð þess valdandi að það var talið rétt í utanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu (Forseti hringir.) að gera þetta með þessum hætti, en það er ekki þar með sagt að það leiði til breytinga.