131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[18:07]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef áður svarað hv. þingmanni. Ríkisstjórnin samþykkti á sínum tíma að verja 1 milljarði kr. til viðbótar til þess að hækka lífeyri til öryrkja. Við það hefur verið staðið og ég veit ekki betur en að gert sé ráð fyrir því að þessi fjárhæð verði 1.300 millj. á næsta ári.

Þetta er það sem liggur fyrir og hefur alltaf legið fyrir. Ég hlýt að harma málflutning Öryrkjabandalags Íslands í þessu máli, og að Öryrkjabandalagið skuli koma fram með þeim hætti sem gert hefur verið er mér algjörlega óskiljanlegt. Það hefur fullkomlega verið staðið við það sem sagt var í þessum efnum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hitt er svo annað mál að þarna mun ávallt verða meiri þörf eins og víða annars staðar í þjóðfélaginu.