131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[18:12]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Forustumenn Mannréttindaskrifstofunnar ræddu mál oft við mig sem utanríkisráðherra og ég veit ekki til þess að það hafi skert sjálfstæði Mannréttindaskrifstofunnar að eiga samtöl við mig sem ráðherra. Ég geri ráð fyrir að Mannréttindaskrifstofan muni síðan ræða þessi mál bæði við hæstv. utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra með þeim hætti sem tíðkast hefur í gegnum tíðina. Ég fæ því ekki skilið hver ósköp ganga á í þessu máli.