131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:21]

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um að bæta 330 millj. kr. við fjárveitingar til framhaldsskólanna sem er lágmark samkvæmt tillögum frá skólameistarafélagi framhaldsskólanna. Til viðbótar þessari fjárhæð sem kæmi þá til móts við þá 400 nemendur sem vantar fé til á næstu fjárlögum er uppsafnaður vandi framhaldsskólanna 500–600 millj. kr. Það sýnir algert metnaðarleysi nýs menntamálaráðherra að sætta sig við að fjárlögum 2005 verði lokað með því að ekki sé komið til móts við raunverulegar þarfir og raunverulegan nemendafjölda í framhaldsskólum landsins á næsta ári. Allir muna vandræðaástandið sem varð í haust þegar ljóst varð að ekki var hægt að taka við öllum árgangnum í skólunum og síðan var því mætt með fjáraukalögum og með því sem hér hefur verið kallað sýndarmennska í fjárlagagerð og á ekki að viðgangast. Ég segi já.