131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:33]

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrir nokkrum árum ritaði formaður Framsóknarflokksins, núverandi hæstv. forsætisráðherra, minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi. Það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti.

Ég er sammála þeirri skoðun sem hæstv. forsætisráðherra hafði á þeim tíma og segi því já og vænti þess að Framsóknarflokkurinn sé enn sama sinnis og hann var þá.