131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:35]

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga minni hlutans snýst einfaldlega um það að tryggja Mannréttindaskrifstofu Íslands áfram fasta fjárveitingu, fasta fjárveitingu til að tryggja sjálfstæði skrifstofunnar. Sjálfstæður rekstur skrifstofunnar tryggir að í landinu starfi óháður greiningar- og eftirlitsaðili á sviði mannréttinda. Það gengur ekki upp að Mannréttindaskrifstofan sé háð duttlungum einstakra ráðherra. Þingmaðurinn segir já.