131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:38]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það er eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu, mannréttindaskrifstofu sem veitir stjórnvöldum afar nauðsynlegt aðhald og tekur virkan þátt í opinni umræðu um stöðu mannréttinda á Íslandi.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins geta snúið dæminu við í þessari atkvæðagreiðslu og bjargað bæði orðspori sínu og Íslands á erlendum vettvangi og sagt já við þessari tillögu.

Hæstv. forseti. Ég segi já.