131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:56]

Jón Gunnarsson (Sf):

Herra forseti. Engum sem það skoðar dylst að sveitarfélögin í landinu eiga í erfiðleikum í rekstri sínum. Tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið til umræðu mjög lengi án þess að niðurstaða fáist í málið og virðist helst sem ríkið hafi engan vilja til að ná sanngjarnri niðurstöðu í málin í heild sinni. Ríkisvaldið verður að fara í alvöru að semja við sveitarfélögin og það er orðið mjög brýnt að ná niðurstöðu í verka- og tekjuskipti milli þessara tveggja stjórnsýslustiga.

Hér er á ferðinni tillaga um að sýna jákvæðan vilja gagnvart sveitarfélögunum með því að bæta 700 millj. kr. í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sú upphæð leysir ekki þann rekstrarvanda sem sveitarfélögin eiga við að etja en sú lausn er til bráðabirgða til að leysa vanda til skemmri tíma. Ég segi já.