131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:02]

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Herra forseti. Með þessari tillögu er lagt til að barnabætur hækki um 2,4 milljarða en með því verður m.a. hægt að greiða barnabætur til allra barna að 18 ára aldri eins og Framsóknarflokkurinn lofaði á árinu 1999. Ríkisstjórnin hefur hlunnfarið barnafólk um 10 milljarða síðustu 10 árin og ætlar aðeins að skila fjórðungi af því fjármagni til baka — eftir tvö ár. Við mótmælum líka harðlega að enn einu sinni sé verið að ráðast að skuldugum heimilum með skerðingu vaxtabóta og flytjum tillögu um að fallið verði frá þessari skerðingu sem íþyngja mun a.m.k. 50–60 þús. heimila á næsta ári.