131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:06]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér leggjum við í stjórnarandstöðunni til að lagfæra að nokkru þær tillögur sem ríkisstjórnin hefur lagt fram með því að leggja til að þegar á næsta ári verði greiddar barnabætur til barnafjölskyldna og að þær tillögur sem ella hefðu átt að koma til framkvæmda á árinu 2006 og 2007 í tillögum ríkisstjórnarinnar komi strax til framkvæmda. Þetta yrði til mikilla bóta fyrir barnafjölskyldur í landinu og þess vegna segi ég já.