131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:10]

Bryndís Hlöðversdóttir (Sf):

Herra forseti. Verði þessi tillaga samþykkt verða Samkeppnisstofnun tryggðir þeir fjármunir sem stofnunin sjálf telur að hún þurfi til að halda uppi eðlilegri starfsemi. Mikilvægi Samkeppnisstofnunar og fjárhagslegt sjálfstæði hennar hefur aldrei verið augljósara en nú á árinu sem olíusamráðsmálið komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir lofuðu því að tryggja sjálfstæði og rekstrargrundvöll stofnunarinnar í kjölfar þess máls. Nú er tækifæri til að standa við stóru orðin. Ég segi já.