131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[14:50]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þeir nemar sem nú þegar eru í Tækniháskólanum og hafa skráð sig, eins og hv. þingmaður kom inn á, munu ekki greiða skólagjöld. Þeir sem hafið hafa háskólanám i Tækniháskólanum munu ekki greiða skólagjöld þar til þeir ljúka námi sínu.

Ég vil undirstrika það að nemar í frumgreinadeildinni munu ekki greiða skólagjöld. Nemar í frumgreinadeildinni, samkvæmt samtölum mínum við forsvarsmenn hins nýja háskóla, munu ekki greiða skólagjöld í nýjum háskóla, enda er það nám ekki á háskólastigi heldur á framhaldsskólastigi.