131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[18:14]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg klárt að ef samkeppni á að vera af hinu góða verður þeim aðilum sem standa í samkeppni að vera gerðar sambærilegar undirstöður til að stunda samkeppnina á og það tel ég ekki vera í dag. Ég tel að Háskóli Íslands sé í mjög veikri stöðu með öllum þeim fjölda nemenda sem hann sinnir án þess að fá til þess nægilegt fjármagn.