131. löggjafarþing — 52. fundur,  8. des. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[10:00]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Hin fyrri hefst um kl. 11 og er um lokun Kísiliðjunnar. Málshefjandi er hv. þm. Kristján Möller en hæstv. iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 1.30 í dag, að loknu hádegishléi, og er um samgöngur til Vestmannaeyja eftir 1. des. 2004. Málshefjandi er hv. þm. Hjálmar Árnason en hæstv. samgönguráðherra Sturla Böðvarsson verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.