131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[22:38]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er að bera í bakkafullan lækinn að koma hér og útskýra afstöðu mína enn einu sinni. Ég hefði kannski átt að endurtaka hana í ræðu minni. Ég vil, vegna orða hv. þm. Marðar Árnasonar, segja að það eru fjölmörg dæmi þess að þingmenn skrifi upp á nefndarálit með fyrirvara til að þau hljóti þinglega meðferð. Það er skýring mín á því að ég er á þessu nefndaráliti. Hún er (Gripið fram í.) sú að málið fái að koma inn í þingsal, (Gripið fram í.) fái þinglega meðferð og verði tekið til atkvæðagreiðslu. Fyrirvarinn lýtur að því að þetta fái þinglega meðferð og komi hingað til atkvæða.

Afstaða mín í málinu er óbreytt frá því sem ég lýsti upprunalega yfir. Ég mun sitja hjá í þessu máli.