131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[22:46]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir vísar í það sem henni hefur verið kennt en ég get vitnað í það að mér hefur ekki verið kennt það hvernig þessir fyrirvarar virkilega virka en ég stóð fastlega í þeirri trú og stend enn að maður geti verið með á máli með fyrirvara vegna þess að maður styður það að málið fari úr nefnd, hljóti þinglega meðferð, fari til atkvæðagreiðslu — ég held að það sé nákvæmlega það sem hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar eru yfirleitt að gagnrýna í þingnefndum, að málin komist ekki út til að hljóta þinglega meðferð — og það sé síðan mögulegt að sitja hjá.