131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[16:37]

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég nefndi að bæði skatttekjur ríkissjóðs lækka sem hlutfall af vergri landsframleiðslu sem og útgjöld ríkissjóðs, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það eru gögn sem hafa verið lögð fyrir. En látum það liggja á milli hluta.

Ég vek athygli á því að hv. þingmaður vék sér undan því að ræða um jaðarskattana. Hann talaði um einhverjar óskilgreindar tillögur. Ég hef hlustað á forustumenn Samfylkingarinnar ræða um að allt í einu sé matarskatturinn aðaláherslumálið. Fyrir kosningar svöruðu þeir því algjörlega neitandi. Eða fyrirgefið, símastrákurinn hjá Samfylkingunni neitaði því algerlega að breyta ætti virðisaukaskattskerfinu.

Það liggur hreint og klárt fyrir að menn lækka ekki jaðaráhrifin, hina svokölluðu jaðarskatta, nema með því að lækka skattprósentuna og afnema tekjutengingar.

Hver er stefna Samfylkingarinnar núna hvað þetta varðar?