131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[17:44]

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel að í dag sé verið að leggja sérstakan skatt á íslenska stúdenta. Ríkisstjórnin, sem stærir sig af því að vera ríkisstjórn skattalækkunar, seilist hér í vasa stúdenta til að sækja 140–150 millj. kr. Þetta mun auka byrðar íslenskra stúdenta enn frekar og eru þær þungar fyrir. Þetta er skerðing á ráðstöfunarfé námsmanna, þeir fá ekki lánað fyrir þessari hækkun hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og þeir geta heldur ekki unnið fyrir henni vegna skerðingarreglna sjóðsins. Með samþykkt frumvarpsins er verið að taka upp skólagjöld í íslenskum ríkisháskólum í skrípalegum og mjög vafasömum dulbúningi innritunargjalda. Þessu mótmæli ég harðlega og segi því nei.