131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[18:33]

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Nei, herra forseti, það er nánast ekkert sem varpar skugga á helgistund okkar sjálfstæðismanna í dag. Þetta er ánægjulegt mál og við erum afar stolt af því að geta komið til móts við venjulega Íslendinga, almenna skattgreiðendur með þeim hætti sem hér er gert. Auðvitað væri ánægjan meiri ef hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gætu tekið undir með okkur í þessu framfaramáli.

Ég er alveg tilbúinn til að setjast niður með hv. þingmanni og fara yfir hvort ekki séu rök til að lækka eitthvað af þeim gjöldum sem ríkið innheimtir. En mér sýnist málflutningur stjórnarandstöðunnar, ekki bara á síðustu vikum og missirum heldur á síðustu árum, ekki beint vera þess eðlis að þeir sem ráða á þeim bænum séu sérstaklega hrifnir af því að dregið sé úr útgjöldum ríkisins. (Forseti hringir.) En ég er tilbúinn til að skoða slíkt.