131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[22:40]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég verði að koma í aðra ræðu til að svara þeim fjölmörgu spurningum sem hér settar eru fram í einnar mínútu andsvari.

Virðulegi forseti. Við verðum fyrst að hafa í huga grundvallaratriði sem ekki verður á móti mælt, en það er staðfest að hæstv. fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin hefur verið að hækka skatta undanfarið. Hún hefur farið með logandi ljós um hina ýmsu kima þjóðfélagsins til að finna þar eitthvað til að hækka.

Virðulegi forseti. Þungaskattur, olíugjald, hvar eigum við að halda áfram? Eins og ég sagði áðan, mig skortir tíma, mig skortir lista til að lesa upp alla þá 17 eða 20 skatta sem hafa verið hækkaðir undanfarið. (Gripið fram í.) Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson hefur stutt allar þessar skattahækkanir, virðulegi forseti.

Vegna þeirra spurninga sem komu um 4% tekjuskatt, afnáms eignarskatts og annað slíkt, þá mun það allt koma fram í atkvæðagreiðslum í fyrramálið (Gripið fram í.) hvernig Samfylkingin ætlar að vinna í þeim málum. (Gripið fram í.)