131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[23:26]

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú vaknar spurningin um hvort skattur sveitarfélaga sé inni í þeim tölum sem hv. þingmaður kynnti. En gefum okkur að þetta sé sannleikur málsins. Gefum okkur að það sé rétt að sex lönd í Evrópu séu á svipuðu reki og við Íslendingar. (Gripið fram í: Varstu ekki búinn að kíkja á þetta?) Sýnir það ekki það sem ég var að benda á í ræðu minni, að það verði ekki gengið mikið lengra en gert er hér á landi? Það eru engin dæmi tiltæk um að hægt sé að ganga mikið lengra en kynnt er í þessu frumvarpi, að skattbyrði einstaklings með 100 þús. kr. tekjur fari niður í 3,5%. Í því tilliti erum við í úrvalsdeildinni.