131. löggjafarþing — 54. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[00:34]

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður sagði mér frá þessu áðan. Ég var að reyna að fá upplýsingar um þessar 35 millj. kr. en það er alveg ljóst að tryggingagjaldið er lagt á launin og þá eru kannski laun mikil og þetta kemur þá niður hjá þeim sem borga há laun og vonandi að hagnast mikið. Það er ljóst. Þetta hlýtur að koma þá á móti inn í bæjarkassann. En það er mikil sveifla í tekjuskatti fyrirtækja ef við tökum Vestmannaeyjar sem dæmi. Við erum búin að upplifa það síðustu 10 ár að stærstu fyrirtæki sem hafa verið með fleiri hundruð manns í vinnu hafa verið rekin með tapi, hafa lent í að þurfa að breyta skuldum í hlutafé, fara í nauðasamninga og eru búin að ná sér upp aftur. Gott dæmi um það er Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Þar hefur gengi hlutabréfa rokið upp þannig að tekjuskattur skilar sér líka ef svona fyrirtæki ganga vel sem eru mjög stór og hafa mikil áhrif á skatta á viðkomandi stað. Þetta er stærsta málið, finnst mér.