131. löggjafarþing — 54. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[01:20]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Lúðvík Bergvinsson veit munu lögin sem við ætlum að samþykkja í fyrramálið taka gildi á áföngum. Það er ljóst. Þær framkvæmdir og umsvifin í þjóðfélaginu sem ég lýsti áðan hafa það að segja í efnahag okkar að veltuaukningin í þjóðfélaginu verður gríðarleg, m.a. vegna mikilla framkvæmda á Austurlandi. Veltuaukning þjóðfélagsins skýrir þetta því að hluta og við notum m.a. hana sem rökstuðning fyrir því að hægt sé að fjármagna þá skattalækkun sem um er að ræða. Það er alveg ljóst.

Að hluta reiknum við síðan með fjármunum sem sparast hafa vegna niðurgreiðslna á erlendum lánum, sem talið er að séu um 11 milljarðar kr. á ári.