131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Skráning og mat fasteigna.

335. mál
[11:15]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í umræðu um hið gleðilega frumvarp sem við erum nýbúin að ræða hérna, 1. mál á dagskrá, hafa hv. þm. Samfylkingarinnar ítrekað kallað hækkun á gjöldum sem eru í krónutölu og eru aðlöguð vísitölu. Loksins í nótt féllust tveir þingmenn Samfylkingarinnar á að það gjald væri í rauninni raunlækkun, (Gripið fram í: Klukkan hvað?) loksins kl. 2 í nótt. Þá er bara eitt eftir (Gripið fram í: Um miðja nótt?) og það er þetta gjald. Ég ætla að nefna að af 18 millj. kr. eign er þessi skattur sem við erum hér að ræða og búið að gera mikið mál úr 1.800 kr. á ári. Það eru 150 kr. á mánuði, 150-kall. Það er aðalmálið í öllum þessum skattapakka. Ég segi já.