131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[14:46]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að ræða um störf innan hv. menntamálanefndar og vegna orða hv. þm. Marðar Árnasonar, en ég tel að ummæli hv. þingmanns í hv. menntamálanefnd hafi farið langt út fyrir öll velsæmismörk. Ég fagna því að hv. þm. Mörður Árnason skuli sjá eftir þeim og það er gott að svo skuli vera, enda mikilvægt að starfsandinn sé í lagi í nefndinni.

Ég vil af þessu tilefni að það komi fram að formaður nefndarinnar, hv. þm. Gunnar Birgisson, hefur lagt sig fram við að koma til móts við nefndarmenn vegna hinna ýmsu óska þeirra og því þótti mér þetta ómaklega að hv. formanni menntamálanefndar vegið.