131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[14:53]

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í umræðunni rétt áðan féllu þau orð frá hv. þm. Merði Árnasyni að hv. þm. Dagný Jónsdóttir skyldi ekki fara að sannfæringu sinni, hann skoraði á hana að fara ekki að sannfæringu sinni.

Nú er það svo að hv. þingmenn hafa svarið eið að stjórnarskránni og þeim ber að fara að sannfæringu sinni. Það má vel vera að hv. þm. Mörður Árnason fari oft ekki að sannfæringu sinni, en ég treysti því að Dagný Jónsdóttir fari að sannfæringu sinni og sitji hjá við afgreiðslu þessa frumvarps.