131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[15:27]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Rétt til að svara því hefur hæstv. menntamálaráðherra gefið það út að ekki verði sett skólagjöld á grunnháskólanám. Hér er verið að tala um skrásetningargjöld, sumir vilja kalla þetta staðfestingargjöld, það er verið að tala um þjónustu við stúdenta en síðan má deila um það hvort hún eigi að vera eða vera ekki. Um það snýst deilan. Þetta eru ekki skólagjöld, þetta eru skrásetningargjöld sem eru ýmis kostnaður sem upp er tíndur, bæði frá háskólarektorum, útreiknaður, og líka frá stúdentunum sem er mjög vel gert og greinargott. En þetta er sem sagt ágreiningur milli tveggja aðila.