131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:20]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bara örstutt, svo að það sé ljóst: Það hefur ekki tíðkast fram til þessa að skrásetningargjöldin renni óskipt til háskólanna, ekki króna. Fram til þessa hefur ekki króna runnið óskipt til háskólanna.

Nú er nýbreytni. 12.500 kr. á nemanda renna til háskólanna. Það er breytingin sem hefur orðið og það var alveg ljóst að þetta sjónarmið var alltaf uppi af hálfu ráðuneytisins í öllum þeim samræðum sem við rektor til að mynda áttum.