131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[17:32]

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað ljóst að hér er um innritunargjöld að ræða (Gripið fram í: Sú var tíðin.) sem líklega voru tekin upp í tíð Alþýðuflokksins sáluga 1991 eða svo. Þessi innritunargjöld eru því ekki ný af nálinni og er nú verið að gera örlitla hækkun. (Gripið fram í: 80% síðan árið 2000.) Hér er fyrst og fremst um innritunargjöld að ræða og þarf ekki að viðhafa frammíköll eða hróp, þetta er það sem allir skilja. Þess vegna segi ég já, hæstv. forseti.