131. löggjafarþing — 56. fundur,  10. des. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[19:24]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að svara hæstv. forsætisráðherra með einni einfaldri spurningu. Telur hæstv. forsætisráðherra að hægt sé að afsaka dráp á fólki í Írak undir heraga Bandaríkjamanna með því að vitna til gamallar fortíðar Saddams Husseins? (Gripið fram í.) Telur hæstv. forsætisráðherra að það séu rökin sem forustumaður íslensku þjóðarinnar á að leggja með sér þegar verið er að tala um dráp á fólki, þ.e. að til hafi verið glæpamaður sem hét Saddam Hussein sem drap jafnvel fleira fólk en 100 þúsund manns? (Gripið fram í: Og er enn þá?) Eru þetta frambærileg rök (Gripið fram í: Hann var ...) hjá forustumanni þjóðarinnar?