131. löggjafarþing — 56. fundur,  10. des. 2004.

Raforkulög.

328. mál
[20:51]

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ja, það var hæstv. ráðherra sem nefndi vandræðaganginn. Ég held að hann fari ekki fram hjá neinum og held ég að flestir taki undir þau orð hæstv. ráðherra um vandræðaganginn. (Gripið fram í.)

Hæstv. ráðherra svaraði hins vegar ekki ekki neinu um samráðsnefndina og endurskoðunarnefndina heldur boðaði áfram breytingar á lögunum sem getur þýtt, sem er ekki ósennilegt, að þeim verði kollvarpað í megindráttum á næstunni. Ég leyfi mér því að ítreka spurningu mína: Hvers vegna er samráðsnefndin ekki skipuð og hún látin hefja störf? Mér sýnist ekki veita af og sama gildir um endurskoðunarnefndina.

Á hvaða stigi er sameiningarferlið, af hálfu ráðherrans, varðandi sameiningu á þessum orkuveitum? Ég spyr jafnframt: Er ekki ráðherrann reiðubúin að taka upp viðræður við heimamenn á Norðurlandi og Vestfjörðum um það hvernig þeir sjái hag sínum best borgið? Þeir hafa kannski líka sannfæringu (Forseti hringir.) fyrir því hvernig málum væri best komið.