131. löggjafarþing — 57. fundur,  10. des. 2004.

Jólakveðjur.

[22:29]

Forseti (Halldór Blöndal):

Nú er komið að lokum síðasta fundar Alþingis fyrir jólahlé. Tekist hefur eins og á síðustu þingum að ljúka þingstörfum samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ég færi alþingismönnum öllum, svo og skrifstofustjóra og starfsfólki Alþingis þakkir mínar fyrir gott samstarf á haustþinginu og óska öllum gleðilegrar og sællar jólahátíðar og farsæls nýárs.

Ég ítreka kveðjur mínar til alþingismanna og starfsfólks og óska þeim sem eiga um langan veg heim að fara góðrar heimferðar og heimkomu og bið þess að við megum öll hittast heil á nýju ári.

Landsmönnum öllum sendi ég mínar bestu jóla- og nýársóskir.