131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Fsp. 2.

[15:24]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að í þessu máli eins og mörgum öðrum málum á vettvangi utanríkismála er það ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun og ríkisstjórnin hefur gert það og það er á hennar valdi. Ef Alþingi neitar að veita nauðsynlegt fé til málsins á seinni stigum fellur það um sjálft sig. Það liggur t.d. alveg fyrir að það verður komin ný ríkisstjórn í landinu þegar kosningin verður árið 2008 þannig að ef hv. þingmaður hyggst vera andvígur þessu og stefnir að því að komast í ríkisstjórn á þeim tíma getur hann sagt frá því núna. En hingað til veit ég ekki betur en hann hafi stutt það.

Þarf ekki meira til en að einn þingmaður lýsi yfir ákveðnum efasemdum að þá skipti hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon um skoðun? (Gripið fram í: Þetta er nú ekki merkilegt svar.)