131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Fsp. 4.

[15:40]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil rétt í lokin ítreka að tilgangurinn með þeim breytingum sem Alþingi ákvað á síðasta ári var vissulega ekki sá að skerða möguleika húsnæðiskaupenda til lána. Við erum að fara yfir málið í því ljósi og ég get fullvissað hv. þingmann um að það mun verða gert eins hratt og nokkur kostur er en veit líka að hv. þingmaður hefur þá reynslu í farteskinu að ana ekki fram í þessum efnum hraðar en við ráðum við, en ég vonast til að þetta geti orðið á næstu dögum.