131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[15:54]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef aðeins eina spurningu til hv. þingmanns, sem er landsbyggðarþingmaður eins og ég: Sættir hv. þingmaður sig við að þessi breyting hafi í för með sér 5–8% hækkun í þéttbýli og 10% hækkun í strjálbýli, þ.e. á rafhitunarkostnaði eins og fram kom í orðum hæstv. iðnaðarráðherra?