131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[15:55]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. iðnaðarráðherra sagði að meðan fyrirtækin gerðu ekki betur væri ljóst að ríkisvaldið yrði að koma að og draga úr þessum hækkunum. Spurning mín er einföld. Fyrir liggur markmið ríkisstjórnarinnar, að hafa það að leiðarljósi að hækka rafhitunarkostnað í þéttbýli um 5–8% og 10% í strjálbýli. Ég spyr hv. þingmann sem kemur úr Suðurkjördæmi hvort það sé ásættanlegt, hvort hann sætti sig við að senda þeim tæplega 3 þúsund notendum í hans kjördæmi þær köldu kveðjur.