131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[15:56]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek það sem ég sagði í fyrra andsvari mínu, að iðnaðarnefnd á eftir að fara yfir þetta mál í heild sinni. Það hefur komið fram. (KLM: Hvert á markmiðið að vera?) Markmiðið er auðvitað, eins og fram hefur komið hjá hæstv. ráðherra, að aðgreina framleiðslu, flutning og sölu og dreifingu á raforku og koma á samkeppni á þeim markaði. Ná fram sýnileikanum, að sýna á hverju stigi fyrir sig hvar kostnaðurinn liggur. Það er ofureðlilegt. Viljum við á háttvirtu Alþingi aðstoða atvinnugreinar, heimili eða einstaklinga varðandi raforku, þá gerum við það í gegnum fjárlög.