131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[18:02]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef heyrt nokkuð gagnrýnt hvernig þéttbýli er skilgreint í þessu sambandi, í sambandi við raforkumálin, og hvernig dreifbýli er skilgreint. Það var tekið mið af dreifikerfum fyrirtækjanna í þessu sambandi og Orkustofnun hafði víðtækt samráð í sambandi við þetta. Ég skal samt ekki fullyrða neitt um það að þetta sé algild regla sem sé ófrávíkjanleg eða hið eina rétta. Þetta er ábyggilega í einhverjum tilfellum mjög vandmeðfarið. Eins og ég segi getur alveg verið að í einhverjum tilfellum sé hægt að gera betur í þessum efnum. Ég held þó fram að menn hafi reynt að leggja sig fram um að gera þetta á skynsamlegan hátt.