131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[18:05]

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Þakka að endingu svar sem ég skil frá hæstv. ráðherra. Það eina sem mér fannst vanta við þá staðfestingu að óskað hefði verið eftir því að hæstv. ráðherra staðfesti það að veita mætti afsláttarkjör til fiskeldisfyrirtækja er hverju hæstv. ráðherra svaraði um það. Flogið hefur nefnilega fyrir að menn séu að velta fyrir sér að einungis allra stærstu strandeldisfyrirtækin sem til eru á Íslandi haldi áfram að njóta sérkjara en þau sem smærri séu njóti ekki sérkjara áfram. Þannig er þá Landsvirkjun og væntanlega hæstv. iðnaðarráðherra að taka ákvörðun um það hvaða fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eigi að lifa og hver eigi að deyja.

Ég held síðan að það sé full ástæða til þess að við gefum okkur tíma til þess í framhaldinu að fara aðeins yfir það sem sagt hefur verið varðandi gjaldskrárhækkanir vegna þess að hér stendur maður eins og auli, hæstv. forseti, og það sem sagt var um áramót stenst ekki, það sem sagt var fyrir ári stenst ekki (Forseti hringir.) og nú eru allt aðrar upplýsingar uppi.