131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[18:08]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Aðeins vegna þess að hæstv. iðnaðarráðherra gat ekki svarað þeirri spurningu sem ég lagði fyrir vil ég ítreka hana hér og óska eftir svari í andsvari hennar.

Spurningin varðar stefnumarkandi verð Orkuveitu Reykjavíkur. Hún setur sig á 3,60 sem gerir það að verkum að nokkrum dögum síðar neyðast Rafmagnsveitur ríkisins til að hækka sinn taxta um 20 aura. Er þetta eðlilegt í hinu nýja kerfi?