131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[17:04]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt að það komi fram að í dag eru starfandi vatnafélög. Það má alveg skoða það í hv. nefnd hvort það er óþarfi að vera með sérstakt ákvæði um þetta efni í lögunum. Reglurnar eru einfaldar. Ég hefði haldið að ekki væri rétt að fella þetta niður en það er bara ástæða til að skoða það í hv. nefnd.