131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Þriðja kynslóð farsíma.

160. mál
[13:40]

Guðmundur Hallvarðsson (S):

Herra forseti. Hér er um að ræða framför í þjónustu á sviði fjarskipta sem gæti reynst vel í t.d. fjarkennslu. Markmið frumvarpsins er eins og fram kemur í 1. gr. að tryggja hagsmuni neytenda og virka samkeppni. Nefndin telur að þessum markmiðum verði náð eins og málið liggur fyrir, m.a. með vísan til útboðsleiðarinnar og kröfu um lágmarksþjónustu á hverju svæði.

Herra forseti. Það er álit meiri hluta nefndar að hér sé um hagsmunamál að ræða. Engin lög liggja fyrir í landinu um þriðju kynslóð farsíma og því teljum við eðlilegt að þetta mál nái fram að ganga á hinu háa Alþingi.