131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[13:50]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Í þessari 1. gr. er verið að færa heimild yfir til dómsmálaráðherra um reglugerðarákvæði. Í 4. gr. frumvarpsins er kveðið á um að bændur einir stétta í landinu hafi ákveðin réttindi sem verið er að fella niður í 2. gr. frumvarpsins en þar er verið að taka út úr lögunum sem hér segir, virðulegi forseti:

„Frumvarpið felur í sér að felld verði niður almenn heimild til gjafsóknar á grundvelli þess að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.“

Þetta er verið að fella niður. Það er sett inn sérstaklega fyrir bændur varðandi þjóðlendulögin. Hér er verið að mismuna fólki í landinu og ganga á rétt þess.