131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[14:20]

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel meginmál hér að íslensk auðlind, íslenskur fiskur sem veiddur er hér, landað hér o.s.frv., að hann sé unninn hér og að íslenskir aðilar, fiskvinnslur fái aðgang að honum. Erlendir aðilar sem vilja sækja óunninn íslenskan fisk til vinnslu gætu boðið í hann á íslenskum mörkuðum í samkeppni við íslenska fiskvinnslu. Það finnst mér vera meginmálið.