131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[15:35]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Halldór Blöndal vék að því áðan — sem ég mun koma að í ræðu á eftir — að ég hafi ekki viljað ræða efni tillögunnar. Ég mótmæli því harðlega að ég sé ekki tilbúinn að ræða efni þessarar tillögu. Það kemur glöggt fram í tillögunni að það sé æskilegt að skapa skilyrði til þess að fiskur verði seldur á markaði og að fyrirtæki sitji þar við sama borð.

Ég tel eðlilegt að stuðla að samkeppni. Við leggjum til að nefnd verði falið að semja um það lög og finna þann farveg sem á skapa þessum málum. Þessi mál hafa verið mikið deiluefni í íslenskum sjávarútvegi og ég mótmæli því algjörlega að það muni ekki þjóna hagsmunum Íslands að auka samkeppni í sjávarútvegi.