131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[15:43]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við erum að tala um sjávarútveginn í heild. Á sínum tíma, þegar þetta byrjaði, var ferskur fiskur fluttur út með flugvélum. Síðan er geymslutækni orðin mun betri en áður sem hefur gjörbreytt þessum málum. Við skulum ekki fara út í það. En ef hv. þingmaður er að gera lítið úr þeim hlut sem stóru frystihúsin eiga í útflutningi á ferskum sjávarafurðum þá hann um það.

Ég vil í annan stað segja að við sjálfstæðismenn viljum auðvitað að rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins sé traustur og eðlilegur og að þar ríki eðlileg og heilbrigð samkeppni sem tekur mið af því að við verðum að takmarka sóknina í fiskstofnana. Þegar hv. þingmenn reyna að gefa í skyn að hér sé hægt að reka sjávarútveg með því að hver geti sótt sjóinn eins og honum sýnist, eins og þeir óbeint hafa gert, þá er það auðvitað glamur.