131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Endurskoðun á sölu Símans.

44. mál
[17:53]

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnast það sanngjörn tilmæli hjá hæstv. forseta að óska eftir því að þeir ráðherrar sem málið varðar komi til umræðunnar. Hér er hins vegar um algjört grundvallaratriði að ræða að því er varðar frjálsa samkeppni og frjáls viðskipti. Hér er líka um grundvallaratriði að ræða hvað varðar stefnu og stefnusamþykktir þessarar ríkisstjórnar. Ég vil fara fram á það, vegna þess að ekki kom fram í svari hæstv. forseta hvort ráðherrarnir mundu koma til fundarins, að þessari umræðu verði frestað þangað til þeir koma. Þá væri eftir atvikum hægt að taka upp til umræðu önnur mál sem eru á dagskrá.