131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Þróun á lóðaverði.

470. mál
[12:56]

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það hendir stundum hv. 6. þm. Reykv. n. að bera inn áróðursræður úr borgarstjórnarsalnum í Reykjavík við hliðina á okkur. Það er ástæða til að andæfa því sem komið hefur fram hjá honum að það sé lóðaskortur í Reykjavík sem sé ábyrgur fyrir hækkun fasteignamats og húsnæðisverðs. Það eru auðvitað allt aðrar ástæður. Í fyrsta lagi er lóðasvæðið eða íbúðarsvæði á höfuðborgarsvæðinu ekki bundið við Reykjavík heldur tekur til allra byggðanna í grenndinni og hins stærri þríhyrnings kringum Reykjavík. Í öðru lagi er það ósköp einfaldlega þannig að fasteignamatið á Akureyri hefur hækkað jafnmikið og í Reykjavík og við þurfum að fá sérstakar skýringar á því hvort það sé vegna lóðaskorts í Reykjavík.

Það eru aðrir hlutir sem skipta máli. Það er aukinn aðgangur að fjármagni til húsnæðiskaupa m.a. og spurning er: Er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson á móti þeim aðgangi?